Úthlutun fjármagns til kjördæmafélaga (2)

Úthlutun fjármagns til kjördæmafélaga (2)

Hér að neðan eru nokkrar tillögur að viðbót við 12. kafla núverandi laga Pírata þar sem fjallað er um fjármál. Tillögurnar eru ólíkar svipaðri tillögu sem þegar hefur komið hér fram að því leiti að hér er lagt til að ákvörðun upphæðar til skiptanna fyrir kjördæmisfélögin sé ákveðin í lögum, þar sem slíkt gefur starfi kjördæmisfélaga meiri festu og eflir sjálfstæði þeirra.

Points

12.9. Helmingur af árlegu framlagi frá ríkinu til Pírata skal eyrnamerkt og úthlutað til kjördæmisfélaga (aðildarfélög sem ná yfir heil kjördæmi). Sé eyrnamerktu fjármagni ekki úthlutað skal því endurráðstafað sem viðbót til kjördæmisfélaga í samræmi við reiknireglu í fjárhagsáætlun framkvæmdaráðs fyrir næsta ár.

12.9. Helmingur af árlegu framlagi frá ríkinu til Pírata skal eyrnamerkt og úthlutað til kjördæmisfélaga (aðildarfélög sem ná yfir heil kjördæmi). Sé eyrnamerktu fjármagni ekki úthlutað skal því endurráðstafað sem viðbót til kjördæmisfélaga í samræmi við reiknireglu í fjárhagsáætlun framkvæmdaráðs fyrir næsta ár.

12.11. Eyrnamerktum fjármunum til kjördæmafélaga skal úthlutað 1. mars ár hvert. Skipting fjársins milli kjördæmisfélaga skal ákvarðað í samræmi við reiknireglu: - Fjöldi skráðra meðlima Pírata með lögheimili í kjördæmi: 25% - Hlutfall af heildaratkvæðum til Pírata í síðustu kosningum til Alþingis: 25% - Fjöldi skráðra íbúa 1. janúar ár hvert í hverju kjördæmi: 25% - Stærð hvers kjördæmis í ferkílómetrum: 25%

12.10. Einungis skal úthluta skal fjármunum til kjördæmafélaga sem hafa haldið aðalfund (eða stofnfund) á árinu, eru með starfandi stjórn, hafa skilað bókhaldi aðildarfélaga fyrir síðasta ár (ef við á) og hafa skilað inn bæði fjárhags- og starfsáætlun fyrir komandi ár. Skulu kjördæmafélög skila áætlunum sínum ásamt umsókn um fjármagn til framkvæmdastjóra Pírata í síðasta lagi 1. desember.

12.10. Einungis skal úthluta skal fjármunum til kjördæmafélaga sem hafa haldið aðalfund (eða stofnfund) á árinu, eru með starfandi stjórn, hafa skilað bókhaldi aðildarfélaga fyrir síðasta ár (ef við á) og hafa skilað inn bæði fjárhags- og starfsáætlun fyrir komandi ár. Skulu kjördæmafélög skila áætlunum sínum ásamt umsókn um fjármagn til framkvæmdastjóra Pírata í síðasta lagi 1. desember.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information