Endurskipulagning ráða og nefnda

Endurskipulagning ráða og nefnda

Skipan, hlutverk og uppbygging framkvæmdaráðs verði breytt og þess í stað verði skipaðar minni nefndir og ráð sem bera ábyrgð á málefnastarfi, félagsstarfi, framkvæmdastjórn og fjármálum. Framkvæmdastjóri beri ábyrgð á því að samráðsvettvangur ráðanna sé starfræktur og komi saman reglulega, t.d. á einhverra mánaða fresti, til samræmingar og upplýsingaskipta.

Points

Tillaga starfshóps.

Nánar: Málefnaráð tryggi aðgengi félagsmanna að stefnumótun, fylgist með henni og viðhaldi virku málefnastarfi og framgangi þess (t.d. ef augljóst er að uppfæra þurfi stefnu eða að þörf sé á nýrri stefnu).

Nánar: Félagsráð sjái um félagslíf og viðburði innan Pírata, og stuðli að því að þátttaka sjálfboðaliða í starfinu sé eftirsóknarverð og að góð umgjörð sé um starf þeirra.

Þetta er í áttina að skipulagi sem Tékkneskir píratar kynntu okkur og virkar vel hjá þeim. Endilega að hafa nokkur markviss og smærri ráð og nefndir með skýr ábyrgðarsvið í stað stórs framkvæmdaráðs. Framkvæmastjóri ætti þó aðeins að hafa ábyrgð á því að auglýsa og kalla saman hópana og að þjónusta þá.

Nánar: Stjórn félagsins sjái um hagnýt atriði eins og starfsmannamál, fjármál, rekstur og húsnæði. Framkvæmdastjóri starfar í umboði framkvæmdastjórnar.

Nokkir góðir punktar hér og í samræmi við aðrar tillögur um valddreifingu og "tékknesku leiðina". Samt lýst mér illa á miðlægt málefnaráð, fremur að málefnavinna verðu straumlínulöguð í takt við aðrar tillögur hér á þessum vef og að aðildarfélögum verði treyst fyrir málefnavinnunni í auknum mæli.

Þetta fyrirkomulag eða hugmynd, hefur skýrustu myndina eins og er, enda byggð á mikilli rýni í fyrri gögn og erlendra. Framkvæmdastjórn er óhjákvæmileg vegna laga um félagasamtök og RSK. Hér er svo aðkoma starfsfólk einni og framkvæmdastjóri geti ráðið til sín fólk sem tryggir að þetta gangi vel fyrir sig og að upplýsingamiðlun sé skýr og góð. Þegar kemur að Alþingiskosningum mun stefnumótun alltaf vera frá félaginu í heild sinni og þar sé ég hvers konar samráð/samvinna eiga sér stað

Nánar: Fjármálaráð tryggi gegnsæi, valddreifingu og vönduð bókhaldsvinnubrögð í fjármálum. Í þessu felst framkvæmd verklagsreglna til að uppfylla grunnmarkmið sem fest verði í lög félagsins, t.d. að tvöföld undirritun sé á reikningum, haldið sé vel um kvittanir og önnur bókhaldsgögn, bókhaldi sé skilað til stjórnar a.m.k. ársfjórðungslega og að lögum félagsins um opið bókhald sé framfylgt. Sjái einnig um fjárveitingar til svæðisbundinna aðildarfélaga skv. áður skilgreindri reikniaðferð.

Það ekkert til fyrirstöðu að Framkvæmdarráð skipi vinnuhópa um þessi atriði í dag. Það hefur aðalega vantað fólkið til að gera vinnuna.

Framkvæmdaráð hafa síðustu ár verið í óvissu um hlutverk sitt og sinnt mörgum mikilvægum málum án þess að vita hvað verið var að gera, hvað það kostaði eða hvaða aðrar afleiðingar það hafði. Að halda áfram með 10 manna 'óvissuráð' er óráð að mínu mati. Þá er betra að dreifa ábyrgð á rekstri Pírata milli aðildarfélaga eftir kjördæmum (því markmiðið er jú að fá kjörna fulltrúa) og hafa nokkur vel afmörkuð ráð með skýr verkefni sem starfa fyrir okkur miðlægt og vita hvað þau eiga að gera.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information